Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Gosið hefur vaxið - 10 rúmmetrar af kviku á sekúndu

Mynd með færslu
 Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn
Um sjö rúmmetrar kviku renna úr nýju sprungunni milli Geldingadala og Meradala á hverri sekúndu og heildarrennsli er að líkindum í kringum 10 rúmmetrar á sekúndu. Þetta eru niðurstöður mælinga sem vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gerðu með loftmyndatöku úr flugvél í dag.

Frá þessu er greint á vefsíðu Jarðvísindastofnunar. Þar segir að ekki hafi fengist áreiðanlegt mat á hraunrennsli úr eldri gígunum í Geldingadölum, en nýja sprungan skili 7 rúmmetrum á sekúndu. Áætlað heildarrennsli er metið um 10 rúmmetrar á sekúdnu, sem þýðir að gosið hefur vaxið.