Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Umferð um Súesskurðinn komin í eðlilegt horf á ný

04.04.2021 - 06:44
epa09106621 Container ships in Table Bay, Cape Town, South Africa, 30 March 2021. According to the international vessel tracking platform FleetMon, with the Suez Canal blocked for a week, many shipping companies resorted to rerouting their vessels around the Cape of Good Hope at the southern tip of Africa. Included is the mega ship Ever Greet, which is operated by Evergreen, the same Taiwan based company as the vessel Ever Given which blocked the Suez Canal.  EPA-EFE/NIC BOTHMA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fráflæðisvandinn sem myndaðist á Súesskurði við strand hins risavaxna gámaflutningaskips Ever Given á dögunum leystist endanlega í gær og er umferð um skurðinn farin að ganga sinn vanagang. Þetta upplýsti Osama Rabie, stjórnarformaður Súesskurðarins í gær.

Ever Given tók niðri á tiltölulega þröngum kafla skurðarins 23. mars og lokaði á alla umferð um þetta mikla samgöngumannvirki framyfir miðjan dag 29. mars, en þá tókst að koma því á flot og inn á breiðari kafla skurðarins svo hægt væri að sigla framhjá því.

Þegar það loksins gerðist biðu samtals 422 gáma-, olíu-, gas- og lausaflutningaskip eftir því að komast leiðar sinnar um skurðinn. Í gær, 3. apríl, fóru 85 flutnigaskip um skurðinn, þar á meðal 60 síðustu skipin úr biðröðinni sem myndaðist við strand Ever Given.