Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Persónugögnum 31.000 íslenskra Facebooknotenda lekið

03.04.2021 - 23:09
epa07960040 (FILE) - A close-up image showing the Facebook app on an iPhone in Kaarst, Germany, 08 November 2017 (reissued 30 October 2019). Facebook will release their 3rd quarter 2019 earnings report on 30 October 2019.  EPA-EFE/SASCHA STEINBACH
 Mynd: EPA
Persónuupplýsingum rúmlega 31.000 íslenskra Facebook-notenda var lekið á netið í dag. Þetta var þó aðeins lítið brot þeirra upplýsinga sem lekið var, því alls var lekið gögnum um ríflega 530 milljónir Facebook-notendur í 106 löndum.

Frá þessu er greint á mbl.is. Gögnin sem lekið var eru nokkurra ára gömul og innihalda fullt nafn, símanúmer, sambandsupplýsingar, afmælisdaga og netföng notenda, en engin lykilorð, segir í fréttinni, sem meðal annars styðst við frétt Business Insider. Þar kemur fram að sérfræðingar óttist að glæpamenn geti notfært sér gögnin til að villa á sér heimildir við iðju sína.

Haft er eftir Alon Gal hjá netöryggisfyrirtækinu Hudson Rock, sem kom upp um gagnalekann, að Facebook geti lítið gert í málinu úr þessu, annað en að vara notendur við, svo þeir geti verið á varðbergi gagnvart svikahröppum.