Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Rólegt við gosstöðvarnar og rýmingu lokið

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Rýmingu gosstöðvanna í Geldingadölum er nánast lokið. Atli Gunnarsson, vettvangsstjóri lögreglu við gosstöðvarnar, segir síðustu hópana hafa verið að tínast niður eftir gönguslóðunum nú skömmu fyrir fréttir. Talsvert var af fólki við gosstöðvarnar í kvöld en allt gekk áfallalaust, veður gott og aðstæður allar ágætar.

Um 20 björgunarsveitarmenn og þrír lögreglumenn eru á svæðinu og standa þar vaktina til morguns, en ferðir á gosstöðvarnar eru óheimilar til klukkan sex í fyrramálið.