Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

50 - 60 bílar komnir að gosstöðvunum um sexleytið

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Búið er að opna fyrir umferð að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á ný, eftir rólega nótt. Atli Gunnarsson, vettvangsstjóri lögreglu við gosstöðvarnar, segir allt hafa verið með kyrrum kjörum þar syðra frá því að rýmingu gosstöðvanna lauk nokkru fyrir miðnætti.

Upp úr fimm í morgun birtust svo fyrstu bílarnir og rétt fyrir sex voru á bilinu 50 til 60 bílar komnirá staðinn  og biðu bílstjórar þess að fá grænt ljós á að leggja upp í gönguna að gosinu. Það ætti að vera komið núna. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV