Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sýn selur óvirka innviði og tekur þá á leigu

01.04.2021 - 10:49
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sýn hefur undirritað samninga við erlenda fjárfesta um sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu kemur fram að væntur söluhagnaður sé yfir sex milljörðum króna.

Samhliða hafi verið gerður langtímaleigusamningur, sem tryggja muni áframhaldandi aðgang Sýnar að óvirku framsímainnviðunum og áfram verði allur virkur farsímabúnaður verður áfram í eigu Sýnar hf., segir í tilkynningunni

Heiðar Guðjónsson forstóri Sýnar sagði í fréttum RÚV í mars að samningarnir væru frágengnir. Gert væri ráð fyrir að leigutíminn verði 20 ár og að innviðirnir væru til dæmis loftnet, turnar og hús. Allur tæknibúnaður; ljósleiðari, rafkerfi, símsendarnir sjálfir og allt sem er tæknidrifið verði áfram í eigu Sýnar. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV