Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sex smit innanlands í gær – fimm í sóttkví

01.04.2021 - 10:50
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sex kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og allir nema einn þeirra sem greindust voru í sóttkví. Þrír greindust með COVID-19 á landamærunum.

Smitrakningarteymi almannavarna rekur nú eina smitið sem greindist utan sóttkvíar og samkvæmt upplýsingum þaðan gengur rakningin vel, ekki síst vegna þeirra samkomutakmarkana sem hafa verið í gildi síðustu daga. 

Alls hafa 44 greinst með COVID-19 á síðustu sjö dögum, ellefu þeirra utan sóttkvíar.