Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni í morgun

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fangi fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í morgun. Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar segir að búið sé að hafa samband við aðstandendur hins látna og að mikill harmur sé kveðinn að starfsfólki og vistmönnum á Litla-Hrauni. 

Fréttablaðið greinir frá þessu og hefur eftir Páli að ekki sé talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Lögregla rannsaki þó málið eins og önnur slík.

Sömuleiðis er haft eftir Guð­­mund­­i Inga Þór­­odds­­syni, for­m­ani Af­­stöð­­u fé­l­ags fang­­a að hinn látni sé íslenskur. Hugur fé­l­ags­­ins sé hjá að­st­and­­end­­um hins látn­­a, sam­­föng­­um og starfs­­fólk­­i á Litl­­a-Hraun­­i.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV