Vilja rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna

Mynd: Karl Sigtryggsson / RÚV/Landinn

Vilja rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna

31.03.2021 - 07:30

Höfundar

Í húsnæði Hjálpræðishersins á Ásbrú er í gangi nýtt úrræði sem kallað er Kjarnahópur til vellíðunar og virkni. Það snýst um að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna í Reykjanesbæ að tengjast samfélaginu, læra íslensku og komast út á vinnumarkaðinn. 

„Þetta er búið að vera í vinnslu frá hausti 2019 þegar vofði yfir mikið atvinnuleysi hérna á svæðinu. Sem kom svo í ljós að gerðist, með falli WOW og fleiri þáttum,“ segir Inga Dóra Jónsdóttir félagsráðgjafi hjá Reykjanesbæ. 

Flestir sem nýta sér úrræðið núna komu upphaflega til landsins sem flóttafólk, frá hinum ýmsu löndum, en þó ekki allir. Landinn hitti þau Evelyn frá Nígeríu, Theresu frá Ghana og Nasser frá Venesúela. 

„Aðalatriðið hefur verið íslenska núna og eftir páska förum við í samfélagsfræðslu, handverk, tölvufræðslu, hópefli og við erum að velta fyrir okkur að setja upp leiksýningu,“ segir Inga Dóra.