Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ráðgjöf um veiðar á grásleppu hækkar um 74%

31.03.2021 - 10:15
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hafrannsóknastofnun leggur til að veiða megi allt að 9.040 tonn af grálseppu á vertíðinni sem nú er nýhafin. Lagt er til að upphafskvóti verði tæp 3.200 tonn.

Þetta er um 74% hækkun á ráðgjöf milli ára. Ráðgjöfin nú byggir að mestu á stofnvístölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2021, sem var sú hæsta frá upphafi mælinga 1985.

„Stofnvísitölur hrognkelsa sveiflast milli ára sem endurspeglar að hluta til óvissu í mælingunum. Vegna þessa vegur stofnvísitala sama árs 70% á móti 30% vægi vísitölu fyrra árs við útreikning ráðlagðs hámarksafla,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar.

Stofnunin leggur jafnframt til að upphafsaflamark fiskveiðiárið 2021/2022 verði 3.174 tonn. Til samanburðar var upphafsaflamark grásleppu síðasta fiskveiðiárs 1.459 tonn.