Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Höfuðpaur innbrotanna í Watergate látinn

31.03.2021 - 14:24
FILE - In this Monday, June 9, 1997, file photo, G. Gordon Liddy kneels next to his Corvette outside the Fairfax, Va., radio station where he broadcasts his syndicated radio talk show. Liddy, a mastermind of the Watergate burglary and a radio talk show host after emerging from prison, has died at age 90. His son, Thomas Liddy, confirmed the death Tuesday, March 30, 2021, but did not reveal the cause. (AP Photo/Ron Edmonds, File)
 Mynd: AP
G. Gordon Liddy, sá sem skipulagði tvö innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Watergate byggingunni í Washington árið 1972, lést í gær níræður að aldri. Afhjúpun innbrotanna vakti mikla hneykslun og leiddi til þess að Richard Nixon varð að segja af sér forsetaembætti tveimur árum síðar.

Liddy var lögfræðimenntaður, fyrrverandi starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar FBI og pólitískur ráðgjafi. Hann var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir þátt sinn í Watergate-hneykslinu. Hann var látinn laus eftir að hafa setið inni í tæplega fimm ár. Eftir það gerðist hann útvarpsmaður og lék einnig í nokkrum sjónvarpsþáttum, þar á meðal Miami Vice.

Sonur Liddys tilkynnti í gærkvöld um andlát föður síns. Hann nefndi ekki dánarorsökina að öðru leyti en að hún tengdist ekki COVID-19. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV