Rétt tæplega fimm þúsund manns voru bólusettir við COVID-19 á Íslandi í gær og rétt yfir fimm þúsund manns á föstudaginn. Ekki hafa áður verið bólusettir fleiri en fjögur þúsund manns á einum degi. Nú hafa 49.289 manns fengið að minnsta kosti fyrri bólusetningu og 23.698 eru fullbólusettir.