Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Bjartviðri í dag og frostlaust

31.03.2021 - 06:57
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Veðurstofan spáir bjartviðri í dag, vestan- og suðvestanátt 5-13 m/s en hvassara veðri norðan- og norðvestanlands eftir hádegi og austanlands seint í kvöld. Þá verður víða hvassara í vindstrengjum við fjöll. Svo þykknar upp vestantil með súld eða lítilsháttar rigningu með köflum síðdegis. Hiti á bilinu 2 til 9 stig.

Svipað veður á morgun, vestan og suðvestan 5-13 m/s, skýjað og dálítil súld um vestan- og norðanvert landið en annars þurrt. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn.

Á fimmtudag verður áfram 5-13 m/s en heldur hvassara norðvestantil. Skýjað á vesturhelming landsins og súld eða rigning um kvöldið en þurrt og bjart veður eystra. Hiti 4 til 9 stig.

Hvessir nokkuð og kólnar á laugardag með vestanátt 18-18 m/s, en snýst í norðan 10-19 seinnipartinn og um kvöldið. Snjókoma í fyrstu en éljagangur eftir hádegi, einkum norðantil. Ört kólnandi veður og talsvert frost um kvöldið.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV