Skyggnst inn í líf saumakonu fyrir hundrað árum

Mynd: . / RÚV/Landinn

Skyggnst inn í líf saumakonu fyrir hundrað árum

30.03.2021 - 07:30

Höfundar

Mánudaginn 28. mars 1921 var sunnangola og bjart, mjög gott veður í Aðaldal. Það vitum við fyrir tilstilli Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu, sem bjó að Miðhvammi í Aðaldal og hélt úti dagbók.

Dagbækur Helgu eru nú í fórum frænku hennar, Rósu Emelíu Sigurjónsdóttur, sem leyfir almenningi að skyggnast inn í horfna tíma í Aðaldal og á Húsavík þar sem Helga bjó.

Rósa Emelía hefur síðustu níu ár fær þúsundir dagbókarfærslna frænku sinnar inn á Facebook. „Ég man eftir Helgu, ég var bara níu ára þegar hún dó, og þess vegna fannst mér svo gaman að kynna hana fyrir öðrum. Annars væri hún bara týnd ef ég hefði ekki drifið í þessu. - Því hún átti enga afkomendur,“ segir Rósa Emelía.

Hátt á þriðja þúsund manns fylgjast með daglegu lífi Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu. „Mér finnst þessar dagbækur merkilegar því þetta er bara kona í lífsins ólgu sjó,“ segir Rósa Emelía.