Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Portúgal sendir hermenn til Mósambík

30.03.2021 - 10:14
Erlent · Afríka · Mósambík · Portúgal · Evrópa
epa08559027 Passengers and cargo board a boat from a fishermen's beach that has become one of the main arrival points for displaced persons fleeing from armed violence raging in the province of Cabo Delgado, in the Paquitequete district of Pemba, northern Mozambique, 21 July 2020. Radical Islamist militant groups seeking to establish an Islamic state in the region, such as Ansar al-Sunna, have claimed responsibility for some of these attacks over the past year. The insurgent groups had taken control of strategic villages dotting the coast of the northern Cabo Delgado province ? which are located more than 100 kilometers (62 miles) from the provincial capital, Pemba ? for several days before they were driven out by troops belonging to the  Mozambique Defense Armed Forces (FADM).  EPA-EFE/RICARDO FRANCO
Flóttafólk frá Cabo Delgado kemur að landi nærri borginni Pemba, höfuðstað héraðsins, 21. júlí í fyrra, á flótta undan íslömskum vígamönnum  Mynd: EPA-EFE - LUSA
Portúgal ætlar að senda sextíu hermenn til Mósambík. Augusto Santos Silva, utanríkisráðherra Portúgals, greindi frá þessu í gærkvöld. Hann sagði að undirbúningur væri hafinn og að hermennirnir yrðu sendir á næstu vikum.

Mikil spenna hefur verið í héraðinu Cabo Delgado í norðurhluta Mósabík undanfarin ár þar sem stjórnarherinn hefur barist við herská samtök íslamista sem lýst hafa yfir hollustu við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þúsundir hafa fallið og hundruð þúsunda hrakist frá heimkynnum sínum.

Um helgina náðu íslamistar bænum Palma á sitt vald og herma fregnir að fjöldi bæjarbúa hafi verið drepinn og margir lagt á flótta. Stjórnvöld hafa auk þess áhyggjur af gasframleiðslu sem til stendur að hefja skammt undan landi.