Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Ítalir nota á ný bóluefni AstraZeneca

30.03.2021 - 09:56
epa09106058 A handout photo made available by A handout photo made available by Chigi's Palace press office show the  Italian Prime Minister Mario Draghi and his wife Maria Serenella Cappello at Hub Termini  Station waiting to be vaccinated against COVID-19 in Rome, Italy, 30 March 2021.  ANSA/Chigi Palace Press Office/ Filippo Atilli / HANDOUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES  EPA-EFE/Chigi Palace Press Office HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Maria Serenella Cappello og Mario Draghi bíða bólusetningar í morgun. Mynd: EPA-EFE - ANSA
Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu byrjuðu á ný í morgun að nota bóluefni frá AstraZeneca eftir nokkurt hlé og voru Mario Draghi, forsætisráðherra ítalíu, og eiginkona hans,  Maria Serenella Cappello, meðal þeirra sem bólusettir voru í morgun.

Ítalir eins og margir aðrir gerðu hlé á notkun bóluefnisins fyrr í þessum mánuði vegna frétta um nokkur tilfelli blóðtappa eftir notkun þess. Ríflega þrjár milljónir manna hafa hafa lokið bólusetningu á Ítalíu, það er að segja fengið tvo skammta bóluefnis, en 3,6 milljónir til viðbótar hafa fengið fyrri skammtinn.

Fréttastofan AFP hafði eftir heimildarmanni innan ítalska heilbrigðisráðuneytisins í morgun að áformað væri að skylda alla þá sem kæmu til landsins frá örðum ríkjum Evrópusambandsins að fara í fimm daga sóttkví við komuna þangað og síðan í skimun, en einungis fengju að koma þeir sem greinst hefðu áður neikvæðir í heimalandi sínu.