Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Daði og gagnamagnið áttundu á svið í Rotterdam

Mynd með færslu
 Mynd: Birta Rán - RÚV

Daði og gagnamagnið áttundu á svið í Rotterdam

30.03.2021 - 11:32

Höfundar

Daði og Gagnamagnið verða áttundu í röðinni upp á svið á síðara Eurovision-undanúrslitakvöldinu í Rotterdam í maí, en röðun keppenda var gerð opinber í morgun.

Undanúrslitakvöldin eru þriðjudaginn 18. maí og fimmtudaginn 20. maí, en sjálft úrslitakvöldið er svo laugardaginn 22. maí. Sextán þjóðir keppa á þriðjudeginum en sautján þjóðir á fimmtudeginum. Tíu þjóðir komast upp úr hvorum riðli fyrir sig og fá þátttökurétt á úrslitakvöldinu, ásamt gestgjöfunum og nokkrum þjóðum til viðbótar sem fara ávallt beint í úrslit.

Ísland fer á svið á milli Moldóvu og Serbíu, en af Norðurlandaþjóðunum eru Finnar og Danir einnig með okkur í undanúrslitariðli en Svíar og Norðmenn í fyrri riðlinum.

Hér að neðan má sjá röðunina á undanúrslitakvöldunum tveimur:

Þriðjudagur 18. maí:
1. Litháen
2. Slóvenía
3. Rússland
4. Svíþjóð
5. Ástralía
6. Norður-Makedónía
7. Írland
8. Kýpur
9. Noregur
10. Króatía
11. Belgía
12. Ísrael
13. Rúmenía
14. Aserbaídsjan
15. Úkraína
16. Malta

Fimmtudagur 20. maí:
1. San Marínó
2. Eistland
3. Tékkland
4. Grikkland
5. Austurríki
6. Pólland
7. Moldóva
8. ÍSLAND
9. Serbía
10. Georgía
11. Albanía
12. Portúgal
13. Búlgaría
14. Finnland
15. Lettland
16. Sviss
17. Danmörk

Tengdar fréttir

Tónlist

Daði og Gagnamagnið frumsýna myndbandið við 10 Years

Tónlist

Frumflutningur á framlagi Íslands í Eurovision 2021