Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Reynt að smygla 185 skjaldbökum frá Galapagos

This Aug. 30, 2015 photo released by Galapagos National Park shows a new species of tortoise on Santa Cruz Island, Galapagos Islands, Ecuador. The national park said in a statement on Tuesday, Oct. 20, 2015 that the discovery of the species brings to 15
Risaskjaldbaka á Galapagos eyjum. Mynd: AP - Galapagos National Park
Flugvallarstarfsmenn á Galapagos fundu 185 skjaldbökur í farangri sem átti að fara um borð í flugvél á leið til meginlands Ekvador. AFP fréttastofan hefur eftir umhverfisyfirvöldum að dýrin hafi fundist við hefðbundna leit. Lögreglan rannsakar nú málið. 

Viðurlögin við að smygla einhverju úr lífríki Galapagos frá eyjunum eru eins til þriggja ára fangelsi. Bæði plöntu- og dýraríki eyjanna eru vernduð, því tegundirnar eru margar hverjar einstakar og finnast hvergi annars staðar. Þekktust þeirra er líklega risaskjaldbakan. Eyjarnar liggja um þúsund kílómetrum vestur af Ekvador. 

Umhverfismálaráðherra Ekvadors, Marcelo Mata, var harðorður á Twitter. hann sagði þetta gróf brot gegn villtu lífríki og náttúruarfleifð Ekvadors.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV