Landinn hitti Gunnlaug sem er frá Stafafelli í Lóni, einni landmestu jörð Íslands, og hefur haldið tryggð við sína heimasveit. Hann hefur unnið að því síðustu ár að byggja upp gönguleiðir í Stafafelli og stefnir að því að tengja saman Lón og Fljótsdal með gönguleiðinni Austurstræti.
„Þessi áhugi kemur svolítið með móðurmjólkinni. Langafi minn var síðasti prestur í Stafafelli og kaupir jörðina. Hann hafði mikinn áhuga á að leiðin yfir í Fljótsdal yrði bætt og afi minn fór hérna 1930, með Maríu Markan, í fyrstu skipulögðu gönguferðina,“ segir Gunnlaugur.