Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Daði og Gagnamagnið frumsýna myndbandið við 10 Years

Mynd með færslu
 Mynd: Birta Rán - RÚV

Daði og Gagnamagnið frumsýna myndbandið við 10 Years

29.03.2021 - 11:17

Höfundar

Daði og Gagnamagnið eru eina von mannkyns í myndbandinu við Eurovision-lagið 10 Years, þar sem skrímsli, eldfjöll og Ólafur Darri Ólafsson koma við sögu.

Daði Freyr og Gagnamagnið frumsýna tónlistarmyndband við lagði 10 Years, sem er framlag Íslands í Eurovision 2021. Eldgosið í Geldingadölum kemur fyrir í myndbandinu og Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í því, sem borgarstjóri Íslands.

Sama teymi og framleiddi tónlistarmyndbandið við Think About Things gerði myndbandið. Leikstjóri er Guðný Rós Þórhallsdóttir og Birta Rán Björgvinsdóttir er tökukona.

Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndbandið.

Tengdar fréttir

Tónlist

Man eftir að hafa fengið fljúgandi spólur í andlitið

Tónlist

„Ég hef reynt að segja þeim að þetta sé of flókið“

Tónlist

Daði undirbýr Eurovision: „Ég ætla að reyna að vinna“