Valgarður efstur í forvali Samfylkingarinnar

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Valgarður Lyngdal Jónsson, kennari og oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akraness, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Hann varð efstur í kjöri í flokksvali á auknu kjördæmisþingi sem fór fram rafrænt í dag.

Jónína Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi fiskverkakona af Akranesi sem vakti athygli með laginu Sveiattan fyrir nokkrum árum, skipar annað sæti og Sigurður Orri Kristjánsson það þriðja.

Upphaflega stóð til að kjósa um fjögur sæti. Þar sem reglur forvalsins kváðu á um paralista og aðeins ein kona var í hópi níu frambjóðenda var aðeins kosið um þrjú efstu sætin.

Guðjón S. Brjánsson þingmaður skipaði fyrsta sæti listans fyrir fjórum árum en gaf ekki kost á sér til endurkjörs.