Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Tívolí í Kaupmannahöfn opnar á ný

27.03.2021 - 17:55
Mynd: EPA-EFE / RITZAU SCANPIX
Tívolí í Kaupmannahöfn var opnað gestum og gangandi á ný í dag. Þar var skellt í lás í desember vegna kórónuveirufaraldursins.

Allir verða þó að fylgja ströngum reglum þegar þeir koma í tívolíið. Gestir verða að framvísa vottorði um að þeir séu ekki smitaðir af covid og verða að panta fyrirfram heimsókn í garðinn og ferðir í öll tækin.

Fleiri skemmtigarðar voru opnaðir í Danmörku í dag, þar á meðal Legoland. Á myndskeiðini í spilaranum hér að ofan má sjá svipmyndir frá opnun skemmtigarðanna í dag. 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV