Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

„Sefur þú nú sætt og rótt, sveipuð í rökkri og yl“

Mynd: RÚV / RÚV

„Sefur þú nú sætt og rótt, sveipuð í rökkri og yl“

27.03.2021 - 09:10

Höfundar

Söngvararnir Bríet og Júníus Meyvant eru í sexu-gír í Straumum kvöldsins. Þau stilla saman strengi sína og flytja hugljúfa ábreiðu af laginu Ástarsæla sem Hljómar gerðu vinsælt á sjöunda áratug.

Straumar eru nýir tónlistar- og skemmtiþættir um strauma og stefnur í tónlist og tíðaranda hérlendis og erlendis á síðustu áratugum. Í þáttunum verða hin og þessi tímabil í popp- og dægurmenningarsögunni tekin til skoðunar í tónum og tali. Í Straumum kvöldsins er fjallað um sexuna eða árin frá 1961-1970. Umsjón með þættinum hafa Björg Magnúsdóttir og Freyr Eyjólfsson en þeim til halds og trausts verður traustur hópur fólks sem rifjar upp það helsta frá sjöunda áratug.

Þátturinn er á dagskrá klukkan 19:45 í kvöld og þá munu Bríet, Júníus og fleiri af skærustu stjörnum okkar daga flytja ábreiður frá þessum skrautlega áratug. 

 

Tengdar fréttir

Tónlist

GDRN syngur fyrsta Daðasmellinn með sínu nefi

Tónlist

Valdimar og Salka Sól spara kossana

Popptónlist

„Smáskammtur af gáfumannaræpu í bland við sprell“