Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Ráðherra vill tryggja leitarhundum í Póllandi eftirlaun

27.03.2021 - 14:58
epa08444410 A Belgian Shepherd, the world's most intelligent police dog breed, shows his skills during the inauguration of 'Dog Activity Park' for the special training of the City Armed Reserve (CAR) Dog Squad in Bangalore, India 26 May 2020. Over 60 trained dogs breeds including German Shepherd, Belgian Shepherd, Labrador, Golden Retriever and Doberman will be trained to combat assault, bomb detection, narcotics, crime detection and terrorist tracking.  EPA-EFE/JAGADEESH NV
Mynd úr safni. Flestir lögregluhundar í Póllandi eru af German eða Belgian shepherd kyni, líkt og þessi á myndinni.  Mynd: EPA
Leitarhundar í Póllandi eiga oft ekki sjö dagana sæla eftir að starfsævinni lýkur og því hefur innanríkisráðherra landsins kynnt frumvarp sem á að tryggja dýrunum áhyggjulaust ævikvöld.

Hundarnir leita að týndu fólki og þefa uppi glæpamenn og fíkniefni, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er pólska lögreglan líka með hesta í þjónustu sinni. Þegar þeir hafa lokið skyldustörfum og komnir í hendur nýrra eigenda tekur stundum verra við.

AP fréttaveitan hefur eftir Mariusz Kaminski, innanríkisráðherra Póllands, að þessu þurfi að breyta. Hann hefur lagt fram frumvarp sem á að tryggja að dýrin fái vænleg eftirlaun. Þannig geti nýir eigendur betur staðið straum af þeim útgjöldum sem fylgja því að eiga dýr. Vonin er sú að þetta leiði til betra lífs á efri árum dýranna.

Talið er að í Póllandi séu um 1.200 hundar og um 60 hestar sem starfa hjá lögreglu, slökkviliði og á landamærum. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir