
Maduro fær 30 daga bann á Facebook
Facebook fjarlægði myndbandið þar sem Maduro mærði lyfið þar sem það brýtur gegn reglum miðilsins um rangar fullyrðingar um að eitthvað geti tryggt að fólk fái ekki COVID-19 eða sé algjör lækning við sjúkdómnum. Facebook segist fylgja leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sem segir enga lækningu til við veirunni enn sem komið er. Reuters hefur eftir talsmanni Facebook að Maduro hafi ítrekað brotið reglur miðilsins, svo aðgangi hans var lokað í 30 daga.
Maduro segir í myndbandinu að með kraftaverkadropunum Carvativir sem Jose Gregorio Hernandez bjó til sé hægt að koma í veg fyrir, eða lækna COVID-19. Hernandez var uppi á 19. öld og hefur verið tekinn í tölu heilagra manna rómönsk-kaþólsku krikjunnar.
Maduro kvartaði yfir því í febrúar að Facebook ritskoðaði myndbönd þar sem hann sýndi mátt Carvativir. Hann hefur kvartað undan því að hann og bandamenn hans fái ósanngjarna meðferð hjá stjórnendum samfélagsmiðla.