Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Maduro fær 30 daga bann á Facebook

27.03.2021 - 08:01
epa08919502 A handout photo made available by Miraflores press shows Venezuela's President Nicolas Maduro speaking in Caracas, Venezuela, 04 January 2021. The Venezuelan official coalition of the Great Patriotic Pole (GPP) is poised to propose former Minister of Communication and former Vice President Jorge Rodriguez as leader of the National Assembly (AN).  EPA-EFE/Miraflores Press HANDOUT EDITORIAL USE ONLY NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Nicolas Maduro á blaðamannafundi í í Karakas í gær. Mynd: EPA-EFE - Miraflores Press
Facebook-aðgangi Nicolas Maduro, forseta Venesúela, verður lokað í einn mánuð. Forsetinn braut reglur samfélagsmiðilsins um dreifingu falsfrétta. Maduro lýsti dropunum Carvativir, sem unnir eru úr blóðbergi, sem kraftaverkameðali sem drepi kórónuveiruna sem veldur COVID-19, og það án allra aukaverkana. Læknar segja vísindin ekki styðja þessa fullyrðingu. 

Facebook fjarlægði myndbandið þar sem Maduro mærði lyfið þar sem það brýtur gegn reglum miðilsins um rangar fullyrðingar um að eitthvað geti tryggt að fólk fái ekki COVID-19 eða sé algjör lækning við sjúkdómnum. Facebook segist fylgja leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sem segir enga lækningu til við veirunni enn sem komið er. Reuters hefur eftir talsmanni Facebook að Maduro hafi ítrekað brotið reglur miðilsins, svo aðgangi hans var lokað í 30 daga. 

Maduro segir í myndbandinu að með kraftaverkadropunum Carvativir sem Jose Gregorio Hernandez bjó til sé hægt að koma í veg fyrir, eða lækna COVID-19. Hernandez var uppi á 19. öld og hefur verið tekinn í tölu heilagra manna rómönsk-kaþólsku krikjunnar. 

Maduro kvartaði yfir því í febrúar að Facebook ritskoðaði myndbönd þar sem hann sýndi mátt Carvativir. Hann hefur kvartað undan því að hann og bandamenn hans fái ósanngjarna meðferð hjá stjórnendum samfélagsmiðla. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV