Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Allar ömurlegu teikningarnar eftir leikarann sjálfan

Mynd: RÚV / Samsett

Allar ömurlegu teikningarnar eftir leikarann sjálfan

27.03.2021 - 12:23

Höfundar

Kvikmyndin Napoleon Dynamite eftir Jared Hess var frumsýnd árið 2004. Skömmu síðar leigði skemmtikrafturinn og leikarinn Vilhelm Neto myndina á vídjóleigu og heillaðist algjörlega að frásagnarstílnum. Napoleon Dynamite er í Bíóást í kvöld.

Vilhelm Neto segir að kvikmyndin Napoleon Dynamite sé ein fyrsta grínmynd sem hann hafi séð sem sé hæg og skorti algjörlega hasar og orðagrín. Hann segir myndina ekki augljóslega fyndna en samt sprenghlægilega.

Vilhelm bendir á að myndin hafi gengið betur en aðstandendur hennar þorðu að vona í upphafi en hún hefur öðlast nokkurs konar költ-sess hjá bíónördum um allan heim og lifir góðu lífi enn í dag. Í því samhengi nefnir hann að aðalleikari myndarinnar, Jon Heder, hafi fengið lítið greitt fyrir hlutverk sitt í myndinni til að byrja með, eða ekki nema um þúsund dollara, en með tíð og tíma hafi hann grætt á henni. „Hann fékk svo meira borgað eftir á því myndin gekk svo vel, þannig að hann endurnýjaði samninginn og fékk borgað meira,“ segir hann. 

Þau sem hafa séð myndina vita að karakter Jons Heder, Napoleon Dynamite sjálfur, hefur unun af því að teikna furðuverur. Vilhelm segir að leikarinn hafi sjálfur teiknað flestar myndirnar, „allar þessar ömurlegu teikningar sem Napoleon er þekktur fyrir eru eftir leikarann sjálfan. Allar nema einhyrningurinn.“

Síðan myndin kom út hefur Vilhelm margoft horft á hana og hann heldur ekki síst upp á dansatriðið fræga þar sem Napoleon stígur dansspor sem í mörg ár eftir frumsýningu myndarinnar voru stigin um allan heim.

Napoleon Dynamite er í Bíóást í kvöld klukkan 21:05.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

„Hláturinn og gráturinn kemur frá sama stað í sálinni“

Kvikmyndir

„Ekki endilega týpan sem maður myndi umgangast mikið“