Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þórhildur hlaut blaðamannaverðlaun ársins

Mynd með færslu
 Mynd: rúv - skjáskot
Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður RÚV, hlaut blaðamannaverðlaun árins, sem voru tilkynnt nú síðdegis. Blaðamannafélag Íslands veitti verðlaun í fjórum flokkum.

Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttastofu RÚV, fyrir vönduð fréttatengd viðtöl þar sem sjónum er beint að einstaklingum í erfiðum aðstæðum.

Umfjöllun ársins fengu Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson, Kjarnanum.  Fyrir vandaða og yfirgripsmikla umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans.

Viðtal ársins fór til Orra Páls Ormarssonar, Morgunblaðinu, fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson þar sem hann ræðir um andlát bróður síns og þá ákvörðun hans að þiggja dánaraðstoð.

Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Fyrir að afhjúpa umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 

sunnav's picture
Sunna Valgerðardóttir
Fréttastofa RÚV