Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Ernir aflýsir öllu flugi vegna smits

26.03.2021 - 15:20
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Flugfélagið Ernir hefur aflýst öllu flugi til og með næsta þriðjudagi, 30. mars, eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá fyrirtækinu. Flestallt starfsfólk er komið í sóttkví.

Í tilkynningu á Facebook-síðu flugfélagsins kemur fram að stefnt sé að því að hefja flug á ný samkvæmt áætlun á miðvikudag. Unnið sé að því að hafa samband við þá sem áttu bókað flug í millitíðinni og upplýsa þá um stöðuna.

Í færslunni segir að flugfélagið viðhafi miklar og góðar sóttvarnir, en þrátt fyrir það hafi þetta eina smit náð að læðast inn fyrir dyrnar og því þurfi að grípa til þessa ráðstafana.