Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Svíar taka bóluefni AstraZeneca í notkun á ný

25.03.2021 - 14:06
epa09074881 (FILE) - A vial of AstraZeneca's Covid-19 vaccine stored in Movianto in Oss, The Netherlands, 12 February 2021 (reissued 14 March 2021). The Dutch health ministry on 14 March 2021 said it was suspending the AstraZeneca vaccine rollout, just days after pressing ahead with its use.  EPA-EFE/Remko de Waal
 Mynd: EPA-EFE - ANP
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð ákváðu í dag að byrja að nýju að bólusetja landsmenn sem orðnir eru 65 ára og eldri með bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19. Notkun þess var slegið á frest í síðustu viku eftir að grunsemdir kviknuðu um að fólk fengi blóðtappa og fleiri kvilla eftir að það var bólusett.

Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar sagði á fundi með fréttamönnum að mikli þörf væri á bóluefni og rannsókn á lyfi AstraZeneca sýndi að það hentaði vel þeim sem komnir eru yfir miðjan aldur. Aukaverkanir kæmu einkum fram hjá þeim sem yngri eru.

Danir ákváðu aftur á móti í dag að bíða með að taka bóluefni AstraZeneca í notkun næstu þrjár vikurnar að minnsta kosti. Þetta kom fram á blaðamannafundi rétt fyrir hádegi. Danska lyfjastofnunin telur ekki útséð með hvort tengsl séu á milli blóðtappa og bóluefnisins.