Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Saga hins raunverulega Móglí

Mynd með færslu
 Mynd: Disney - KrakkaRÚV

Saga hins raunverulega Móglí

25.03.2021 - 11:03

Höfundar

Sagan af Móglí, stráknum sem ólst upp hjá úlfunum í frumskóginum og vingaðist við björn og hlébarða, hefur orðið innblástur ævintýra fyrir börn. Sagan á sér aftur á móti sannar og nær ótrúlegar rætur sem teygja sig djúpt inn í frumskóg Indlands.

Sagan um Móglí kom fyrst út í bókinni Jungle Book árið 1894, sem á íslensku ber heitið Skógarlíf. Höfundur hennar, Rudyard Kipling, var breskur og ólst hann upp á Indlandi. Dýralífið, mannlífið og frumskógarnir þar í landi höfðu mikil áhrif á sagnagerð hans. Á þessum tíma var ekki óalgengt að finna villibörn í skóginum og eitt frægasta dæmið hlýtur að teljast úlfadrengurinn sem fannst í frumskóginum í Uttar Pradesh. Margar ástæður eru fyrir því að börn urðu villibörn, til að mynda vanræksla og foreldramissir. Þau börn sem lifðu af lærðu mörg hver að komast af í óbyggðum og ólust stundum upp meðal dýra, til dæmis úlfa, apa, hunda, bjarna eða jafnvel hænsna.

Margir telja að persóna Móglí sé byggð á villidreng sem fannst í veiðiferð árið 1867 og það er ekki útilokað, þótt Kipling hafi aldrei beinlínis staðfest það. Skógarlíf kom út mörgum árum eftir að úlfadrengurinn fannst en mikil líkindi eru með sögum þeirra. 

Í þættinum Í ljósi krakkasögunnar er farið ofan í saumana á sögu villibarnsins dularfulla. Hægt er að hlusta á fleiri þætti Í ljósi krakkasögunnar á vef KrakkaRÚV