Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Eldgosið á einni mínútu

Mynd: Birgir Þór Harðarson / RÚV
Vefmyndavél RÚV á Fagradalsfjalli hefur fangað stórbrotnar jarðsögulegar myndir af eldgosinu í Geldingadölum. Eldgosið hófst föstudagskvöldið 19. mars og upptaka hófst laust fyrir hádegi á laugardaginn. Síðan þá hefur hraunbreiðan stækkað verulega og fyllir nú nær allan dalinn.

Gígarnir hafa jafnframt breyst og stækkað. Fyrst gaust úr nokkrum gígum sem opnuðust á hrygg í dalnum. Þeir minnstu lokuðust svo og eldvirknin safnaðist á tvo eða þrjá gíga. Þeir eru nú, á fimmtudeginum 25. mars, við það að sameinast í einn.

Það er magnað að fylgjast með sjónarspilinu í gegnum vefmyndavélina. Myndirnar eru sendar út á RÚV2 og hér á vefnum.

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV