Gígarnir hafa jafnframt breyst og stækkað. Fyrst gaust úr nokkrum gígum sem opnuðust á hrygg í dalnum. Þeir minnstu lokuðust svo og eldvirknin safnaðist á tvo eða þrjá gíga. Þeir eru nú, á fimmtudeginum 25. mars, við það að sameinast í einn.
Það er magnað að fylgjast með sjónarspilinu í gegnum vefmyndavélina. Myndirnar eru sendar út á RÚV2 og hér á vefnum.