Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Brjálað að gera í praktískum gjörningum

Mynd: Menningin / RÚV

Brjálað að gera í praktískum gjörningum

25.03.2021 - 08:12

Höfundar

„Við sögum og pússum og skrúfu og neglum.“ Þannig er verklýsing listamannannateymisins Brjálað að gera, sem sérsmíða húsgögn á ógnarhraða í Ásmundarsal.

Það eru listamennirnir Hákon Bragason og Almar Steinn Atlason sem standa að baki Brjálað að gera, sem lýsa mætti sem sérstæðu húsgagnasmíðaverkstæði í Gryfju Ásmundarsalar. „Við erum sem sagt að smíða húsgögn, sérsmíðuð, eftir pöntun á klukkutíma. Þetta er svona barbershop, þú verður að mæta og vona að það sé laus tími. Svo teiknarðu húsgagn og færð þér kaffi, skreppur kannski  í búð og getur sótt það tilbúið eftir klukkutíma,“ segir Almar Steinn. Í lýsingu á verkefninu kemur fram að Brjálað að gera sérhæfi sig í frumlegum lausnum, praktískum gjörningum og einföldum stólum.

„Ef við kynnum að smíða“

Hákon og Almar hafa hingað mestmegnis notast við aðra miðla svo sem innsetningar, gjörninga, vídeóverk og málverk. Báðir hafa þeir haldið fjölda sam- og einkasýninga hérlendis og utan landsteinanna. Brjálað að gera er fyrsta sameiginlega verkefni tvíeykisins. Hvorugur þeirra er menntaður smiður sem er enda ákveðin forsenda uppátækisins að sögn Almars: „Ef við kynnum að smíða þá hefðum við aldrei vaðið út í þetta verkefni.“

Túlka eftir hentisemi

Viðskipti við húsgagnaverksmiðjuna eru öllum opin, en ferlið fer þannig fram að viðskiptavinur velur sér húsgagn og í hvaða verðflokki það skal vera. Honum eru síðan kynntar reglur ferlisins. „Við gerðum sem sagt skilmála sem segja til dæmis að við tökum við öllum pöntunum en við túlkum allar pantanir eins og við viljum og allar mælieiningar verða túlkaðar eftir okkar eigin hentisemi,“ segir Hákon. 

Það eru listamennirnir Hákon Bragason og Almar Steinn Atlason sem standa að baki Brjálað að gera, sem lýsa mætti sem sérstæðu húsgagnasmíðaverkstæði í Gryfju Ásmundarsalar. „Við erum sem sagt að smíða húsgögn, sérsmíðuð, eftir pöntun á klukkutíma. Þetta er svona barbershop, þú verður að mæta og vona að það sé laus tími. Svo teiknarðu húsgagn og færð þér kaffi, skreppur kannski  í búð og getur sótt það tilbúið eftir klukkutíma,“ segir Almar Steinn. Í lýsingu á verkefninu kemur fram að Nrjálað að gera sérhæfi sig í frumlegum lausnum, praktískum gjörningum og einföldum stólum.
 Mynd: Menningin - RÚV

Að hans sögn setja þeir mark sitt skýrt á verkin. „Við lítum á öll húsgögnin sem listmun eða listaverk og við brennimerkjum öll listaverkin, þannig að það sé mjög augljóst að þetta sé frá okkur.“ „Og svo höfum við alltaf tíma líka á klukkutíma til að skjótast í IKEA,“ bætir Almar við.

Húsgagnasmiðjan verður opnuð þann 25. mars og er öllum frjálst að líta við og panta húsgagn. Nánari upplýsingar má finna hér. 
 

Tengdar fréttir

Myndlist

Hrímbóndinn Hrafnkell í samstarfi við náttúruöflin

Myndlist

Fann gleði í smíðum, steypu og mistökum

Myndlist

„Það er ótrúlega gott að treysta“

Myndlist

Ljóðræn bók um lífið í jöklunum