Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Brim greiðir rúmlega 2,3 milljarða í arð

25.03.2021 - 20:41
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Aðalfundur Brims samþykkti í dag að greiða út rúmlega 2,3 milljarða króna í arð vegna rekstrarársins 2020. Þá var samþykkt tillaga um heimild stjórnar til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimildin stendur í átján mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir tíu prósent af heildarhlutafé félagsins.

Óbreytt starfskjarastefna var samþykkt og þá var ákveðið að þóknun næsta árs til stjórnarmanna verði 310 þúsund krónur á mánuði, varaformaður fái einn og hálfan hlut og formaður tvöfaldan hlut.

Hagnaður Brims lækkaði úr 5,2 milljörðum króna í 4,5 milljarða króna á milli ára. Rekstrartekjur jukust hins vegar úr rúmlega 39 milljörðun í 45,2 milljarða króna. Heildareignir jukust einnig og voru við árslok 119,4 milljarðar króna.