Kvikan sem rennur úr gígunum rennur ekki síst undir nýstorknuðu hrauninu. Það er þess vegna hættulegt að ganga á nýstorknuðu hrauni, jafnvel þó það sé orðið svart og kalt.
Þau þekkja það sem hafa farið að gosstöðvunum og gefið sér tóm til þess að hlusta á hraunið mjakast fram. Reglulega hrynur nýstorknað grjót úr hraunjaðrinum.
Kvikupollar geta verið fljótir að verða til þegar yfirþrýstingur myndast í hrauntjörninni stóru undir hrauninu, en pollarnir verða ekki margir jafn stórar og þessi sem Aníta Ólöf náði á mynd.