Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hætt við að skella í lás um páskahelgina

24.03.2021 - 15:53
epa08948394 A sign indicating that face masks are mandatory at the entrance of the Boettcherstrasse, a normally crowded landmark, in the city centre of Bremen, northern Germany, 19 January 2021. More than a month after the tightening of the COVID-19 lockdown with shop closures and contact restrictions, the German government plans to impose tighter measures to lower the number of cases of the COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hætt hefur verið við að herða sóttvarnaraðgerðir í Þýskalandi um páskahelgina vegna harðrar gagnrýni landsmanna. Gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins vex stöðugt.

Angela Merkel kanslari og leiðtogar sambandsríkjanna sextán ákváðu á maraþonfundi á mánudag að skella öllu í lás frá skírdegi, 1. apríl fram til annars í páskum, þann fimmta. Einungis átti að heimila að hafa matvöruverslanir opnar laugardaginn fyrir páska. Þetta tilkynntu stjórnvöld aðfaranótt þriðjudags.

Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd um allt land. Á krísufundi í morgun ákváðu kanslarinn og leiðtogar sambandsríkjanna síðan að draga lokunaráformin til baka. Þess í stað voru landsmenn beðnir um að halda sig heima um páskahelgina. Merkel tilkynnti síðan að mistök hefðu verið gerð og hún axlaði ábyrgð sem leiðtogi landsins. 

Fjölmiðlar í Þýskalandi gagnrýna viðbrögð stjórnvalda við farsóttinni. Í Bild, víðlesnasta dagblaði landsins, er sagt að þau hafi misst sjónar á hinu raunverulega vandamáli. Spiegel segir að forgangsröðunin sé röng. Í stað þess að loka öllu eigi stjórnvöld að leggja allt kapp á að bólusetja og skima sem flesta.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV