Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Aðeins tíu mega koma saman

24.03.2021 - 18:26
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
„Ég er ekki hingað komin til að færa ykkur gleðifréttir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi um hertar sóttvarnir. Kórónuveirusmitum fjölgar hratt. Því verða sóttvarnaaðgerðir hertar. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti. Tveggja metra regla og grímuskylda eru í fullu gildi. Hertar reglur gilda í þrjár vikur.

Hertar sóttvarnareglur sem taka gildi á miðnætti:

  • Almennt mega aðeins 10 manns koma saman.
  • Það á ekki við um börn fædd 2015 eða fyrr.

 

Grunnskólar, framhaldsskólar, tónlistarskólar og háskólar verða lokaðir þar til páskafrí tekur við.

Íþróttir inni og úti eru óheimilar ef nálægð er meiri en tveir metrar, ef hætta er á snertismiti af sameiginlegum búnaði. Þetta á jafnt við um börn og fullorðna.

  • Ökunám og flugnám með kennara verður óheimilt.
  • Sundstaðir og baðstaðir verða lokaðir.
  • Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar.
  • Bíó, leikhús og tónleikahús verða lokuð.
  • Skemmtistaðir, krár, spilasalir og spilakassar verða lokaðir. 

Í athöfnum trúfélaga og lífs-skoðunar-félaga megar vera 30 gestir. Þetta eru til dæmis fermingar og jarðarfarir. Skylda er að skrá nafn gesta, kennitölu og símanúmer. Gestir eiga að bera andlitsgrímu og virða 2 metra regluna. Í erfidrykkjum, fermingarveislum og sambærilegum samkomum mega vera 10 manns.

Veitingastaðir mega hafa opið til klukkan 22. Ekki mega vera fleiri en 20 gestir í sama rými. Allir gestir eiga að vera skráðir og í númeruðum sætum. Allar veitingar skal bera til gesta í sætum sínum.

Í verslunum mega mest vera 50 viðskiptavinir inni í einu. Aðeins mega þó vera 5 einstaklingar á hverjum 10 fermetrum. Starfsmenn í sama rými og viðskiptavinir mega vera mest 20. Tveggja metra regla og grímuskylda eru í fullu gildi.

Hársnyrtistofur, snyrtistofur og sambærileg starfsemi má vera opin áfram.

 

Anna Sigríður Einarsdóttir