Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Tveggja kílómetra löng bílaröð

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Fjöldi fólks er á leið að gosstöðvunum í Geldingadölum til að skoða eldgosið. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir fréttamaður segir að um tveggja kílómetra löng röð af bílum er á Suðurstrandarvegi. Þar er mikill fjöldi fólksbíla og jeppa en einnig nokkrar rútur. Þær hafa flutt jarðfræðinema úr Háskóla Íslands sem fá nú eldgos til að kanna í námi sínu.
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV

Allir þeir sem Hólmfríður Dagný hefur séð á ferð sinni að gosstöðvunum hafa verið vel búnir til göngu.

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV