Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gefa sér lengri tíma til að ná utan um stöðuna

23.03.2021 - 12:35
Mynd: RÚV / RÚV
„Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um frekari aðgerðir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum fundi sem hún boðaði til með oddvitum ríkisstjórnarflokkanna, sóttvarnalækni og heilbrigðisráðherra í dag til þess að fara yfir stöðu mála í COVID-19 faraldrinum.

Herða eftirlit með því að fólk haldi sóttkví

Breska afbrigðið og aukin smit í samfélaginu voru tilefni fundarins.  

„Það liggur fyrir að sóttvarnaryfirvöld vilja gefa sér aðeins lengri tíma til þess að kortleggja stöðuna og ná utan um hana,“ sagði Katrín. Ekki sé búið að taka ákvörðun um hertar aðgerðir innanlands.

„Það er verið að beita víðtækri sóttkví og skima og greina fólk, þannig að við gefum okkur tíma til þess að meta stöðuna. En það er alveg á hreinu að við erum hér eftir sem hingað til reiðubúin að grípa til þeirra aðgerða sem þarf til að halda þessum faraldri niðri.“

Katrín sagði það að breska afbrigðið greinist hér nýjan áhættuþátt og því sé fólki sem komi frá rauðum svæðum gert að ljúka sóttkví í sóttvarnarhúsi og einnig eru börn nú skimuð á landamærum. 

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV
Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV