Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Ferðalög utan Bretlands verði bönnuð í bili

23.03.2021 - 20:04
epa08747801 Women wearing Union Jack flag face masks walk in Central London, Britain, 15 October 2020. According to news reports, the UK government is set to impose further restrictions on London, as COVID-19 infections continue to rise. According to recent data from the Office for National Statistics (ONS), COVID-19 deaths in England have risen four fold over the last month.  EPA-EFE/WILL OLIVER
 Mynd: EPA
Bresk stjórnvöld ætla að herða enn reglur um ferðalög fólks vegna Covid. Verði hinar nýju reglur samþykktar liggur fimm þúsund punda sekt við ferðalögum erlendis nema brýna nauðsyn beri til.

Allar utanlandsferðir verða því í raun bannaðar á meðan lögin eru í gildi. Ef Bretar geta ekki sýnt fram á nauðsyn ferðalaga sinna þurfa þeir að greiða sekt. 

Breska þingið greiðir atkvæði um lagabreytinguna á fimmtudag. Verði breytingin samþykkt taka lögin gildi þann 29. mars, eða fyrir páska. 

Heilbrigðisráðherra Bretlands, Matt Hancock, sagði að þó nýju lögin myndu gilda til 30. júní gæti verið að ferðalög erlendis yrðu leyfð fyrir þann tíma.