Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Bíll eyðilagðist í eldi á Akureyri

23.03.2021 - 06:23
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Tilkynning barst um eld í bifreið í Múlasíðu á Akureyri um fjögurleytið í nótt. Einn dælubíll var sendur á vettvang ásamt sjúkrabifreið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri var bíllinn alelda þegar að var komið og eldurinn farinn að teygja sig í næsta bíl og valda á honum skemmdum. Slökkvistarf gekk greiðlega og lauk fyrir klukkan fimm. Bíllinn sem kviknaði í er gjörónýtur en að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu sakaði engan og hætta steðjaði hvorki að fólki né mannvirkjum.

Eldsupptök eru ókunn en rannsókn þeirra í höndum lögreglu. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV