Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sjáðu hraunrennslið í Geldingadölum síðasta sólarhring

Mynd: RÚV / RÚV
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hraunrennslið síðasta sólarhring eða svo. Myndskeiðið hefst 12:30 í gær og er sýnt á margföldum hraða fram til um 15:00 í dag.

Mjög hefur dregið úr skjálftavirkni síðustu daga, bæði fyrir og eftir upphaf eldgossins í Geldingadölum. Nú er liðinn rúmlega hálfur annar sólarhringur frá síðasta skjálfta sem mældist þrír eða stærri. Skjálftarnir í gær voru 240 talsins, fjarri þeim tvö til þrjú þúsund skjálftum sem riðu yfir á hverjum sólarhring þegar skjálftavirknin á Reykjanesskaga var hvað mest.

Turninn í gosinu í Geldingadölum rofnaði aftur í hádeginu og nú sést vel á vefmyndavél RÚV hvernig kvika streymir út. Fram kom í hádegisfréttum að turninn væri orðinn 30 metrar á hæð.