Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Mjög hættulegt að nálgast gosið vegna gasmengunar

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Ingi Garðarsson - RÚV
Almannavarnir sendu rétt í þessu frá sér viðvörun þar sem sterklega er varað við því að fara nálægt gígnum í Geldingadölum vegna gasmengunar. Mælingar í morgun sýni að gasmengunin sé komin upp fyrir hættumörk og mjög hættulegt að nálgast gosið eins og er. Svæðið í kringum gosstöðvarnar sé því lokað og er fólk beðið að virða þá lokun.

Tilkynning Almannavarna í heild

Við mælingar í morgun kom í ljós að gasmengun er á svæðinu og er mælingin komin upp fyrir hættumörk. Svæðið við gosstaðinn er því lokað og er fólk beðið um að virða þá lokun. Mjög hættulegt er að nálgast gosið eins og er.
Mjög slæmt verður var á gosslóðum í nótt og margir sem lentu í hrakningum á leið sinni til baka af gosslóðum og nokkrir sem villtust og leita þurfti að.  Fjöldahjálparstöð var opnuð í Grindavík og fólk flutt þangað áður en það gat haldið áfram til síns heima.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV