Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

AstraZeneca: Ný rannsókn lofar góðu

22.03.2021 - 10:30
epa09089243 A health worker shows a vial of the AstraZeneca's COVID-19 vaccine during a mass COVID-19 vaccination drive in Sanur, Bali, Indonesia, 22 March 2021. Bali's government is planning to vaccinate tens of thousands of people residing in the three major tourist areas of Sanur, Nusadua and Ubud as a first step towards reopening Bali to foreign tourists.  EPA-EFE/MADE NAGI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Virkni bóluefnis AstraZeneca gagnvart COVID-19 eru 79 prósent samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum, Chile og Perú. Þetta sagði í tilkynningu frá AstraZeneca í morgun.

Þar kom fram að ríflega 32.000 manns hefðu tekið þátt í rannsókninni, um fimmtungurinn eldri en 65 ára. Virkni bóluefnisins í þeim aldurshópi hefði reynst 80 prósent, en um 60 prósent þátttakenda úr þeim hópi hefðu verið með undirliggjandi sjúkdóma, á borð við hjartasjúkdóma og sykursýki. Ekki væri aukin hætta á blóðtappa af völdum bóluefnisins. 

AstraZeneca segist nú ætla að afhenda Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna niðurstöðurnar til umfjöllunar.