Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RUV
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, áætlar að hraunið sem runnið hefur úr gígnum í Geldingadölum í Fagradalsfjalli hafi þakið um það bil 15 hektara, eða 0.15 ferkílómetra seinnipartinn í dag. Magnús Tumi tekur fram að þetta sé ekki sérlega nákvæmt mat, en ætti ekki að vera fjarri lagi.

Þetta kemur fram í færslu Magnúsar Tuma á Facebook-síðu hópsins Jarðsöguvina. Segist hann meta flatarmál hraunsins út frá myndum úr vefmyndavél rúv og fjölmörgum ljósmyndum sem hann hefur skoðað, meðal annars frá Ara Trausta Guðmundssyni jarðfræðingi og alþingismanni. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV