Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Ólíklegt að gasstyrkur verði hættulegur í byggð

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RUV
Búast má við gasmengun vegna eldgossins í Geldingadölum og að hún verði mest nálægt upptökum þess. Á vef Veðurstofu Íslands segir að gasið dreifist til norðausturs frá gosstöðvunum í átt að höfuðborgarsvæðinu í dag en að mjög ólíklegt sé að gasstyrkur verði hættulegur þar. Vísindamenn vinna að mælingum.

Annars eru veðurhorfur til miðnættis annað kvöld þær að spáð er sunnan og suðvestan 13 til 18 metrum á sekúndu en hægari Austanlands. Talsverð rigning eða súld á vestanverðu landinu, dálítil væta syðra en víða bjartviðri fyrir norðan og austan. Hitinn verður 3 til 11 stig, hlýjast eystra. 

Spáð er suðvestan 13 til 20 metrum á sekúndu og éljagangi á morgun, hvassast við Vesturströndina en það léttir til á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig.