Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fyrsta loftárás Tyrkja á Sýrland í nær hálft annað ár

21.03.2021 - 00:58
epa05039393 (FILE) A file picture dated November 1997 showing a Turkish F-16 fighter plane in Gecitkale, northern Cyprus. Reports 24 November 2015 state Turkish air force F-16 jets fired at a foreign fighter jet after giving a warning it was violating Turkey's airspace. The foreign warplane then crashed at mountains near Turkey's Hatay province, bordered by Syria.  EPA/TARIK TINAZAY
 Mynd: epa
Tyrkneski flugherinn gerði í dag sprengjuárás á skotmörk í Norður-Sýrlandi, sem lúta yfirráðum Kúrda. Í tilkynningu frá Sýrlensku mannréttindavaktinni segir að sprengjuflugvél tyrkneska flughersins hafi varpað sprengjum á bækistöðvar hins sýrlensk-kúrdíska Lýðræðishers Sýrlands í þorpinu Saida, í útjaðri bæjarins Ain Issa. Þetta eru fyrstu loftárásir Tyrkja í Sýrlandi í 17 mánuði, samkvæmt Sýrlensku mannréttindavaktinni.

 

Ekki fylgir sögunni hvort og þá hve mikið manntjón hafi orðið í árásinni. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV