Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Kristín Jónsdóttir - King Gizzard og Jethro Tull

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Kristín Jónsdóttir - King Gizzard og Jethro Tull

19.03.2021 - 17:11

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Kristín Jónsdóttir nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00. 

Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.  

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Aqualung, fjórða plata hjómsveitarinnar Jethro Tull, en hún kom ú 19. Mars árið 1971 fyrir nákvæmlega hálfri öld. 

Aqualung er að hluta til concept-plata þar sem fjallað er um Guð og kirkjuna og í raun aðskilnað kirkjunnar við Guð. Þessi plata vakti mikla athygli á sínum tíma og fjölgaði aðdáendum sveitarinnar til muna auk þess sem, lög sveitarinnar fóru að heyrast oftar í útvarpi en áður hafði verið. 

Platan var tekin upp í hljóðveri Island records í London og var fyrsta plata sveitarinnar sem hljómborðsleikarinn John Evan spilaði á sem fullgildur meðlimur og fyrsta platan sem bassaleikarinn Jeffrey Hammond var með á, og trommarinn Clive Bunker hætti svo skömmu eftir að platan kom út. Það hafa verið talsverðar mannabreytingar í Jethro Tull í gegnum tíðina. 

Aqualung er talsvert akústískari en fyrri plötur Jethro Tull, en það kunni fólk að meta og Aqualung er enn í dag mest selda plata sveitarinnar, hefur selst í meira en 7 milljónum eintaka um allan heim auk þess sem hún á fast sæti á allskyns listum yir bestu plötur allra tíma. 

Þekktustu lög plötunnar eru titilagið og Locomotive Breath. 

Engar erlendar hljómsveitir hafa spilað oftar á Íslandi en Jethro Tull og forsprakkinn Ian Anderson. Hann setti bandið í salt 2012 en fór síðan aftur af stað 2017 og Jethro Tull er starfandi í dag. 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Brynhildur Guðjóns - Aerosmith og Iron Maiden

Popptónlist

Ari Eldjárn - Kiss og Metallica

Popptónlist

Villi Naglbítur - Das Kapital og U2

Popptónlist

Dóra Einars - Janis og Sabbath