Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vilja varðveita vegglistaverk Margeirs Dire á Akureyri

Mynd: Björgvin Kolbeinsson / RÚV

Vilja varðveita vegglistaverk Margeirs Dire á Akureyri

18.03.2021 - 17:10

Höfundar

Safnstjóra Listasafnsins á Akureyri líst vel á hugmyndir um að varðveita vegglistaverk Margeirs Dire í Listagilinu, en hann lést árið 2019. Faðir Margeirs segir það mikinn heiður ef hans verður minnst með þessum hætti.

Eftir að strætóskýli sem prýddi listaverk eftir Margeir var flutt á skemmtistaðinn Prikið til varðveislu í síðustu viku spratt upp umræða um verk listamannsins á Akureyri. Margeir, sem ólst upp á Akureyri, lést fyrir tveimur árum, aðeins 34 ára. Vilji er fyrir því að verk eftir hann sem nú er í porti við Listagilið verði varðveitt. 

Listasafnið til í að koma að verkefninu

Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri segir að ef ekkert verði að gert verði verkið ónýtt innan tveggja ára. „Það væri auðvitað alveg hægt að lappa aðeins upp á það og ég er viss um að einhver sko, vinur hans gæti gert það,“ segir Hlynur.

Sjáið þið fyrir ykkur, á Listasafninu að koma eitthvað þessu af af verður?

 „Já ef þess verður óskað þá erum við alveg til í það.“

Málið tekið fyrir í næstu viku

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi tjáði sig um verkið á Facebook í síðustu viku þar sem hún sagðist ætla að beita sér í málinu. Í samtali við fréttastofu segir Hilda að málið verður tekið fyrir hjá stjórn Akureyrarstofu í næstu viku. Sigurði Gestssyni, pabba Margeirs líst vel á þær hugmyndir. 

„Bara mikill heiður“

„Upp úr 10 ára aldri sá maður hvert hann stefndi, hann var náttúrlega málandi um allar jarðir, bæði löglega og ólöglega. Okkur líst náttúrlega ljómandi vel á þetta, og bara mikill heiður og við erum þakklát fyrir það að menn skuli vilja heiðra minningu Margeirs með þessum hætti,“ segir Sigurður.  

Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV

Tengdar fréttir

Myndlist

Neitaði að mála yfir listaverk í strætóskýli

Menningarefni

„Nú getum við notið samvistar við Margeir á ný“

Myndlist

Á Banksy venjulegt baðherbergi eins og við hin?

Pistlar

Hvar og hvernig lifir Flatus?