Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Innkalla kjúkling frá Matfugli

18.03.2021 - 17:45
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmun - RÚV
Matvælastofnun segir í tilkynningu að varað sé við Ali hægelduðum Sous Vide kjúklingabringum Rodizio frá Matfugli ehf vegna framleiðslugalla. Matfugl hefur innkallað vöruna.

Varan er seld í Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Hagkaup, Kjörbúðinni og Hlíðarkaupum. Neytendur sem hafa keypt vöruna merkta besta fyrir 14.04.2021 eru beðnir um að skila henni í viðkomandi verslun eða til Matfugls, Völuteigi 2 í Mosfellsbæ.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV