Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

G7-ríki hafna innlimun Krímskaga í Rússland

18.03.2021 - 10:35
Erlent · G7 · Krímskagi · Rússland · Úkraína · Evrópa
epa08114498 Russian President and Armed Forces Supreme Commander-in-Chief Vladimir Putin on board of the Russian Northern fleet's Marshal Ustinov missile cruiser watches the joint drills of the Northern and Black sea fleets in the Black Sea, Crimea, 09 January 2020. The exercise included Kalibr cruise missiles and Kinzhal hypersonic aero-ballistic ballistic missiles firing.  EPA-EFE/ALEXEI DRUZHININ / SPUTNIK / KREMLIN POOL MANDATORY CREDIT
Vldaimir Pútín, forseti Rússlands, fylgist með flotaæfingum við Krímskaga í fyrra. Mynd: EPA-EFE - SPUTNIK POOL
G7-ríkin viðurkenna ekki innlimun Krímskaga í Rússland. Þetta sagði yfirlýsingu sem ríkin sendu frá sér í morgun í tilefni þess að sjö ár eru síðan Rússar lögðu undir Krímskaga sem tilheyrt hafði Úkraínu.

Í yfirlýsingu G7 sagði að ríkin fordæmdu hernám Rússa á Krímskaga og tilraunir þeirra til að fá löggildingu á innlimun skagans í Rússland. Krímskagi tilheyrði Úkraínu.

Rússar voru auk þess hvattir til að virða alþjóðlegar skuldbindingar, veita alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að svæðinu og sleppa þegar í stað þeim sem ranglega hefðu verið fangelsaðir.

Þá er í yfirlýsingunni einnig vísað til baráttu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu og Rússar hvattir til að virða samninga sem kenndir væru við Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem viðræður hafa farið fram. Bent er á að Rússar séu beinir þátttakendur í þeim átökum, ekki milligöngumenn. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV